Semur við Sovétmenn – Fyrsta stikla úr Bridge of Spies!

Fyrsta stikla er komin út fyrir nýjustu mynd leikstjórans Steven Spielberg og leikarans Tom Hanks, Bridge of Spies.

bridge-of-spies-656

Þetta er í fjórða sinn sem þeir Spielberg og Hanks gera mynd saman, en Bridge of Spies er byggð á handriti þeirra Matt Charman og bræðranna Ethan Coen & Joel Coen.

Miðað við stikluna hér að neðan þá er þarna á ferðinni hörku njósna-kaldastríðstryllir!

Myndin fjallar um James Donovan, lögfræðing frá Brooklyn, sem dregst inn í hringiðu kalda stríðsins þegar CIA fær hann til að semja um lausn bandarísks flugmanns sem er í haldi Sovétmanna.

Myndin kemur í bíó 16. október nk.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan:

bridge-of-spies-small