Besta mynd Kubricks í hendur Luhrmann?

baz luhrmannÍ vor sagði Steven Spielberg frá því að hann ætlaði að búa til stuttseríu fyrir sjónvarp um Napoleon Bonaparte Frakklandskeisara eftir ónotuðu kvikmyndahandriti leikstjórans goðsagnakennda Stanley Kubrick.

Síðustu fregnir af verkefninu herma að franski leikstjórinn Baz Luhrmann, sem gerði nú síðast The Great Gatsby, sé orðaður við leikstjórastólinn fyrir seríuna.

Samkvæmt Deadline vefnum þá sagði Spielberg á sínum tíma að þetta hefði verið draumaverkefni Kubrick, en myndverin í Hollywood hefðu ekki viljað setja pening í það, napolenonjafnvel þó að Kubrick hafi lofað því í bréfi til yfirmanna kvikmyndavera árið 1971 að þetta yrði besta bíómynd hans.

Þessvegna hefur þessi mynd verið kölluð allar götur síðan „besta mynd sem aldrei hefur verið gerð.“