Portman leikur í nýrri mynd um Jobs

natalie_portman_diamond_earrinLeikkonan Natalie Portman hefur bæst í leikarahópo nýrrar kvikmyndar um stofnanda Apple, Steve Jobs, en myndinni verður leikstýrt af Danny Boyle. Ekki er vitað hvaða hlutverk Portman mun fara með, en grunur liggur á því að hún muni leika Joanna Hoffman, sem sá um markaðsmál Apple þegar fyrirtækið var að stíga sín fyrstu skref.

Michael Fassbender mun leika aðalhlutverkið, en leikarar á borð við Christian Bale og Leonardo DiCaprio voru áður orðaðir við hlutverkið. Leikstjórinn David Fincher var fyrst í viðræðum um að stýra myndinni en samningar náðust ekki vegna launamála og áætlanir hans um markaðssetningu myndarinnar.

Handritið að myndinni er skrifað af Aaron Sorkin, en hann hefur m.a. skrifað myndina The Social Network, sem fallar um um stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg. Handritið byggir á bók eftir Walterc Isaacson um líf Steve Jobs.Universal Pictures hefur keypt réttinn að bókinni, sem var áður hjá Sony Pictures.