Bale hættir við Jobs

77b6c02fc194714e_christianbale.xxxlarge_2Leikarinn Christian Bale er hættur við að leika stofnanda Apple, Steve Jobs, í nýrri mynd frá Sony. Bale tók að sér hlutverkið fyrir nokkru en hefur komist að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki sá rétti í starfið. Samkvæmt heimildum The Hollywood Reporter þá mun Bale hafa farið vel yfir ákvörðun sína áður en hann bakkaði út úr verkefninu.

Danny Boyle mun leikstýra myndinni, en hann á að baki kvikmyndir á borð við Trainspotting127 Hours og Slumdog Millionare. Leikstjórinn er sagður vera byrjaður að leita af nýjum leikara í hlutverkið og hefur leikarinn Michael Fassbender verið settur inn í umræðuna.

Handritið er skrifað af Aaron Sorkin, en hann hefur m.a. skrifað myndina The Social Network, sem fallar um um stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg. Sorkin var hæstánægður þegar Bale tók að sér hlutverkið og sagði m.a. að hann væri kjörinn sá besti til þess að fara með hlutverk Jobs.

Það er ekki langt síðan kvikmyndin Jobs, með Ashton Kutcher í titilhlutverkinu var frumsýnd. Myndinni var ekki vel tekið og var Kutcher tilnefndur til Razzie-verðlauna fyrir frammistöðu sína.