Allt fer úrskeiðis

Alexander_PosterGamanmyndin Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day verður frumsýnd á morgun, föstudaginn 10. október.

Myndin segir frá afar óheppnum dreng. Fjölskyldan hans er aftur á móti með eindæmum gæfurík, en einn daginn virðist sem fjölskyldan fái yfir sig bölvun og fær þ.a.l. alla þá ólukku sem hún á inni á einum degi. Myndin er byggð á bók frá árinu 1972 sem ber einnig sama titil, eftir Judith Viorst.

Myndinni er leikstýrt af Miguel Arteta, en hann hefur áður leikstýrt myndum á borð við The Good Girl og Youth in Revolt. Steve Carrell og Jennifer Garner fara með hlutverk foreldranna í myndinni, en titilhlutverkið leikur hinn ungi Ed Oxenbould.

Myndin verður sýnd í Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri.