Steve Carell aldrei verið betri

Gamanleikarinn Steve Carell er óþekkjanlegur í nýjasta hlutverki sínu í myndinni Foxcatcher, en þar leikur Carell hlutverk milljarðamæringsins John du Pont, erfingja hins þekkta duPont veldis, sem vingast við bræðurna og ólympísku glímukappana Mark, sem leikinn er af Channing Tatum, og David Schultz, sem leikinn er af Mark Ruffalo.

CTH FOXCATCHER

Carell hefur hingað til verið þekktur fyrir að leika geðþekka menn í hinum ýmsu gamanmyndum og sjónvarpsþáttum, en hlutverkið sem du Pont er það dramatískasta sem Carell hefur tekist á við hingað til.

Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hefur hún fengið einróma lof gagnrýnenda. The Guardian gaf henni m.a. fimm stjörnur og eru margir innan geirans farnir að hallast að því að Carell komi til með að vera tilnefndur til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í myndinni.

Foxcatcher er eftir Bennett Miller, sem gerði Moneyball. Hér að neðan má sjá fyrstu kitluna úr myndinni. Eins og sést í stiklunni þá hefur líkamlegu atgervi Carell verið breytt nokkuð. Hann er með gervinef og er gerður eldri en hann er í raun.