Spá því að Star Wars setji heimsmet

Samkvæmt bandarísku kvikmyndasíðunni Deadline er því spáð að Star Wars: The Force Awakens muni setja nýtt heimsmet þegar hún verður frumsýnd í desember. star wars

Talið er að hún hali inn um 615 milljónir dala á frumsýningarhelgi sinni úti um allan heim og slái þar með auðveldlega met Jurassic World sem náði inn 524 milljónum dala á frumsýningarhelgi sinni í sumar.

Þrjár ástæður eru gefnar fyrir þessu: Miklar vinsældir Star Wars hjá mörgum kynslóðum, lítil samkeppni frá öðrum myndum þegar Star Wars verður frumsýnd 18. desember og sú staðreynd að sífellt auðveldara er að bæta fljótt við stafrænum kvikmyndasýningum til að mæta aukinni eftirspurn.

Einnig er talið að aukinn fjöldi Imax-kvikmyndahúsa muni hjálpa til. Þau verða orðin 900 víðs vegar um heiminn í desember.

Svo mikil trú er á myndinni að búist er við að miðasölutekjur hennar nemi 300 milljónum  dala vestanhafs, sem er næstum 100 milljónum dala meira en Jurassic World náði, sem var 208,8 milljónir dala.