Harrison Ford slasaðist á tökustað Star Wars

hansolooLeikarinn Harrison Ford slasaðist á ökkla á tökustað Star Wars: Episode VII í dag, en Ford fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni.

Ford hefur gengist undir læknisskoðun, en það á eftir úrskurða úr hvort um sé að ræða beinbrot eða tognun og er því óvíst hvort Ford þurfi að taka sér frí frá tökum.

Framleiðendur Star Wars vonast til þess að Ford sé ekki brotinn því samskonar meiðsli hafa áður strítt stórmyndun, en árið 2012 þurfti leikarinn Robert Downey Jr. að taka sér frí frá tökum á ofurhetjumyndinni Iron Man 3 í einn og hálfan mánuð eftir að hann öklabrotnaði á tökustað myndarinnar.

Persónan víðfræga, Han Solo, verður ein af fjórum persónum sem verða í aðalhlutverki í Star Wars: Episode VII, sem er væntanleg í kvikmyndahús þann 15. desember, 2015, og á að gerast 30 árum eftir að Return of the Jedi gerðist.