J.J. Abrams sendir frá sér myndband frá tökustað Star Wars

Leikstjórinn J.J. Abrams sendi frá sér myndband í dag frá tökustað nýjustu Star Wars-myndarinnar, þar sem hann biður fólk um að styrkja gott málefni gegn því að eiga möguleika á því koma á tökustað og koma fram í Star Wars: Episode VII.

Átakið nefnist Star Wars: Force for Change en til þess að eiga möguleika á að verða dreginn út þarf að gefa 10 dollara eða meira til átaksins.

JJ_Video_Composite2

Tökur standa núna yfir í Abu Dhabi og í myndbandinu sést fyrir aftan Abrams kunnuglegur götumarkaður með ótal furðuverum. Abrams segir einnig frá því í myndbandinu að hann hafi lengi verið aðdáandi myndanna og að hann trúi því varla að hann sé staddur á tökustað nýjustu Star Wars-myndarinnar.

Hér að neðan má sjá myndbandið.