Verður Loðinn í Star Wars 7?

Chewbacca, eða Loðinn eins og hann heitir á íslensku, eða einhver ættingi hans, gæti komið við sögu í nýju Star Wars myndinni  sem tekin verður upp í Englandi, ef sögur af atvinnuauglýsingu vegna myndarinnar eru réttar.

chewbacca

Samkvæmt vefmiðlinum Den of Geek þá var sett upp auglýsing nú nýlega á ráðningastofu fyrir leikara þar sem sagt var að vantaði leikara í „Kvikmynd sem enn væri ónefnd“ frá Walt Disney Pictures/LucasFilm/Bad Robot. Lýsing var svona: „Karlmaður 2,13 – 2,25 metrar á hæð, grannur og teinréttur. Ekki með of mikinn vöðvamassa eða of breiður, sérstaklega um axlirnar. Breiðleitur í andliti myndi vera bónus“

Den of Geek bendir á í þessu samhengi að þessar tölur passi við Peter Mayhew, 2,25 metra háa leikarann sem lék Loðinn í upprunalega Star Wars þríleiknum. Það er því ekki óvarlegt að ætla að Disney sé að leita að leikara til að leika wookiee, sem var þjóðflokkurinn sem Loðinn tilheyrði, til að leika í Star Wars 7. SlashFilm vefurinn bendir reyndar á, mörgum til mikils hryllings, að þessi lýsing gæti líka átt við Gungan, eins og Jar Jar Binks.

Myndin kemur í bíó sumarið 2015.

 

Stikk: