Heimsmet í Star Trekki

Harðir aðdáendur Star Trek sjónvarpsþáttanna og bíómyndanna, svokallaðir Trekkarar, slógu heimsmet í Lundúnum á laugardaginn. Heimsmetið felst í því að um var að ræða fjölmennustu samkomu sögunnar af fólki klæddu í Star Trek búninga. Þessi atburður var hluti af  Destination Star Trek London ráðstefnunni.

1.083 manns í Star Trek búningum áttu þátt í því að slá metið í ExCel miðstöðinni í London, en fyrra metið var 1.040 en það var sett á enn stærri ráðstefnu sem haldin var í Las Vegas í ágúst sl.

Ætli íslenskir Trekkarar hafi verið á staðnum?