Baráttan um dótakallana

Liam Neeson og Patrick Stewart voru gestir í breska viðtalsþættinum The Graham Norton Show fyrir stuttu. Neeson er hvað þekktastur fyrir að vera mögulega harðasti gæi í heimi á meðan að Stewart er sá svalasti sem hefur leikið í Star Trek sjónvarpsþáttaröð (ásamt William Shatner að sjálfsögðu – George Takei fylgir fast á eftir).

Graham Norton gróf upp dótakalla byggða á karakterum sem Neeson og Stewart hafa leikið. Dótakall Neeson var byggður á Qui-Gon Jinn sem Liam Neeson lék í Star Wars Episode 1: The Phantom Menace, en myndin kom út árið 1999. Dótakall Stewart er byggður á Cpt. Jean-Luc Picard sem flestir ættu að kannast við úr Star Trek.

Það var smá munur á dótaköllunum eins og má sjá í klippunni hér fyrir neðan (mæli sérstaklega með YouTube kommentunum).