The Captains – Shatner gerir heimildamynd

Fyrir ekki svo löngu síðan birtist þessi mynd af William Shatner og Chris Pine í sjómanni, og við vissum ekkert hvað við áttum að halda. En síðar kom í ljós að þetta var kynning fyrir stórsniðuga heimildamynd, sem William Shatner var að gera. Þar tekur hann viðtöl við alla þá sem leikið hafa skipstjóra í Star Trek seríunni, og reynir að sjá hvað þau eigi sameinlegt. Með því ætlar hann að reyna að komast til botns í þessari seríu, langlífinu, vinsældunum og áhrifum á sitt eigið líf. Í myndinni birtast ásamt Shatner, Patrick Stewart (TNG) , Avery Brooks (DS9), Jane Mulgrew (Voyager), Scott Bacula (Enterprise) og náttúrulega Chris Pine (nýja myndin). Auk þeirra sjást Christopher Plummer,

Vefsíðan filmophilia.com benti okkur skemmtilegt sýnishorn úr myndinni og þó að þetta séu ekki nýjustu fréttir (myndin er komin út í BNA) þá fannst mér að ekki mætti slepppa því að leyfa lesendum kvikmyndir.is að sjá. Ætli þetta muni rata hingað til Íslands á einhvern hátt?