Vill sjá Star Wars áður en hann deyr

Aðdáandi Star Wars sem er dauðvona hefur óskað eftir því að Disney og leikstjórinn J.J. Abrams leyfi honum að sjá The Force Awakens áður en frumsýningardagurinn rennur upp.

star wars mynd Myndin er væntanleg í bíó 17. desember en hinn 32 ára Daniel Fleetwood vonast til að undantekning verði gerð fyrir hann, að því er Metro greindi frá.

Herferðin #ForceForDaniel er núna í gangi þar sem óskað er eftir því að hann sjá myndina á undan öðrum.

Á meðal þeirra sem hafa stutt við bakið á Fleetwood í baráttunni til að sjá myndina eru Mark Hamill, sem leikur Loga geimgengil, og þau John Boyega og Gwendoline Christie, sem einnig leika í myndinni.

„Miðað við hversu mikið mér hefur versnað undanfarna tvo mánuði veit ég ekki hvort ég næ að sjá myndina,“ sagði Fleetwood í sjónvarpsviðtali en hann er með krabbamein og var sagður eiga tvo mánuði eftir ólifaða í júlí.

Þegar hann var átta ára komst hann í fréttirnar þegar hann gisti fyrir utan kvikmyndahús til að ná sér í miða fyrir Revenge of the Sith.

Hans heitasta ósk er að sjá myndina áður en hann deyr: „Ég hreinlega elska Star Wars og …..með öllu  mínu hjarta, ég elska Star Wars. Gerið það sem þið getið. Hjálpið mér,“ sagði hann.

Árið 2012 sýndi J.J. Abrams dauðvona aðdáanda, Daniel Craft, myndina Star Trek Into Darkness áður en hún var frumsýnd. Craft lést skömmu síðar.