Nýtt Star Trek Into Darkness plakat

Nýtt plakat er komið fyrir nýju Star Trek myndina, Star Trek Into Darkness.

Eins og sjá má ef rýnt er í plakatið hér fyrir neðan, virðist sem maðurinn á myndinni sé rétt nýbúinn að eyðileggja einhvern risastóran hlut, en í sjálfu sér segir plakatið manni ekki mikið meira ….

Það er líka erfitt að segja til um það hvaða persóna er þarna á ferð, þar sem maðurinn snýr baki í okkur. Við getum eiginlega bara getið okkur þess til að þarna sé á ferðinni persóna Benedict Cumberbatch frekar en að þarna sé á ferð James T. Kirk skipstjóri í einhverjum nýjum leðurfrakka.

Það hefur amk. eitthvað mikið gengið á þarna.

Söguþráðurinn er eitthvað á þessa leið: Þegar áhöfn Enterprise geimskipsins er kölluð heim, þá uppgötvar hún hryðjuverkaógn innan eigin raða sem búin er að sprengja upp geimskiptaflotann og allt sem hann stendur fyrir, og heimurinn á í miklum og aðsteðjandi vanda. Kirk skipstjóri, sem á persónulega harma að hefna, leiðir eltingarleik til heims þar sem stríð ríkir, til að ná manni sem er eins manns gjöreyðingarvopn. Eftir því sem hetjurnar okkar á Enterprise sogast dýpra og dýpra inn í átök upp á líf og dauða, þá þurfa menn að skoða líf sitt inn á við, ástarsambönd og vinskapur er í hættu. Færa þarf fórnir fyrir þá einu fjölskyldu sem Kirk skipstjóri á eftir; sem er áhöfnin hans.

Star Trek Into Darkness kemur í bíó 17. maí, 2013.