Fær klikkað hlutverk í Star Trek

elbaLuther og A Long Walk to Freedom leikarinn breski Idris Elba, er á leið til stjarnanna.

Einn af handritshöfundum Star Trek 3, breski leikarinn Simon Pegg, hefur staðfest að hann ætli að láta Elba fá „klikkað gott“ hlutverk í myndinni.

Hann sagði að Elba myndi leika nýja persónu í þessari þriðju mynd, og sagði að hann og félagar sínir væru að móta hlutverkið.

„Idris er einstakur leikari og við erum að reyna að skrifa fyrir hann klikkað hlutverk,“ sagði Pegg.

Elba mun snúa aftur í hlutverki John Luther í BBC lögguþáttunum Luther, síðar á þessu ári.

Sögusagnir hafa verið uppi um að leikarinn, sem er 42 ára, eigi í viðræðum um að leika James Bond þegar Daniel Craig hættir, en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.