Leynd skilaboð í The Shining

Í nýrri heimildarmynd, Room 237, er velt fyrir sér kenningum um leynd skilaboð í spennumynd Stanleys Kubrick, The Shining.

32 ár eru liðin síðan Kubrick kvikmyndaði The Shining eftir samnefndri spennusögu Stephens King frá árinu 1977.

Höfundar heimildarmyndarinnar eru sannfærðir um að samtöl persónanna í The Shining, föt þeirra og meira að segja teppamynstrið á The Overlook-hótelinu, þar sem aðalpersónan Jack Torrance dvaldist með fjölskyldu sinni, hafi að geyma leynileg skilaboð um ýmislegt, þar á meðal morðin á indíánum í Bandaríkjunum,  áætlun nasista um að útrýma gyðingum og viðurkenning á því að lendingin á tunglinu árið 1969 hafi verið sett á svið.

Viðtal við höfunda heimildarmyndarinnar má lesa á vef BBC.