Spider Man leikari látinn

bill nunnBill Nunn, sem var best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Radio Raheem í tvöfaldri Óskarstilnefndri mynd Spike Lee frá árinu 1989, Do the Right Thing, er látinn, 62 ára að aldri. Hann hafði barist við krabbamein.

Það var Lee sem sagði fyrst frá andlátinu í Instagram færslu: „Radio Raheem er nú farinn. Hann mun alltaf berjast gegn yfirvaldinu,“ skrifaði Lee. „Megi Guð vera með Bill Nunn.“

Nunn er einnig þekktur fyrir leik sinn í hlutverki Robbie Robertson í Spider Man þríleiknum eftir Sam Raimi, en fyrsta myndin sem hann lék í var Spike Lee myndin School Daze frá árinu 1988.

Þá lék hann í Spike Lee myndunum He Got Game og Mo’ Better Blues, sem og Sister Act og Regarding Henry.

En það er Radio Raheem, sem lést í höndum lögreglu í Do The Right Thing, sem mun halda nafni hans á lofti.