Rhys Meyers í Star Wars 7?

Breski leikarinn Jonathan Rhys Meyers á í viðræðum um að leika í Star Wars Episode VII, samkvæmt heimildum Lationo-review.com vefsíðunnar.

jonathan rhys mayers

Star Wars 7 mun verða framhald myndarinnar Star Wars Episode VI: Return of the Jedi, og munu tökur hefjast í Bretlandi á næsta ári. Myndin er svo væntanleg í bíó árið 2015.

Vitað er nú þegar að stjörnur fyrstu þriggja myndanna, Mark Hamill, Harrison Ford og Carrie Fisher muni snúa aftur í nýju myndinni, en fleiri leikarar hafa ekki verið staðfestir.

Latino-Review fær heimildir sínar frá El Mayimbe, en Meyers hefur nú þegar unnið með J.J. Abrams leikstjóra Star Wars 7 í Mission Impossible III, sem Abrams leikstýrði.

Engum sögum fer af mögulegu hlutverki Meyers.

Handritið að Star Wars 7 skrifar Michael Arndt, sem áður hefur skrifað Toy Story 3 auk þess sem hann er handritshöfundur The Hunger Games: Catching Fire, sem væntanleg er í haust.

Við seljum þetta ekki dýrara en við keyptum það hér á kvikmyndir.is en það hljóta að fara að berast fleiri fréttir af ráðningum í myndina á næstu vikum og mánuðum.