Goðsagnirnar ódauðlegar á toppnum

Jólateiknimyndin Rise of The Guardians, eða Goðsagnirnar fimm eins og hún heitir á íslensku, heldur toppsætinu á íslenska bíóaðsóknarlistanum, aðra vikuna í röð. Myndin fjallar um það þegar Verndararnir sameinast í baráttu gegn illum öflum.
„Jólasveinninn, Sandmann, Tannálfurinn og Páskakanínan eru hinir ódauðlegu verndarar barna um allan heim og hafa um árþúsundir séð börnum fyrir draumum og vonum. En nú steðjar meiri hætta að jörðinni en nokkru sinni fyrr og Verndararnir fá Jack Frost (Jökul Frosta) með sér í lið til að berjast gegn Ótta, en hann hyggst gera innrás á jörðina.“

Í öðru sæti, ný á lista er Red Dawn með Chris Hemsworth í aðalhlutverki, og í þriðja sæti, niður um eitt er nýja James Bond myndin Skyfall, sem hefur verið í átta vikur á lista.

Í fjórða sæti niður um eitt er barnastjarnan Miley Cyrus í myndinni So Undercover og í fimmta sæti, sama sæti og í síðustu viku , er gamanleikarinn Kevin James í myndinni Here Comes the Boom. 

Hér að neðan er listi 19 aðsóknarmestu mynda síðustu viku á Íslandi.