Bond seinn til Kína

Kínverjar fá ekki að sjá Skyfall, nýjustu James Bond myndina, fyrr en í janúar eða febrúar nk., eða um þremur mánuðum eftir að myndin var frumsýnd í Evrópu þann 2. nóvember sl.

The Hollywood Reoporter vefmiðillinn segir að þetta sé ekki af því að Kínverjar hafi eitthvað við söguþráð myndarinnar að athuga,  enda hefur blaðið China Daily sem er skrifað á ensku, birt margar greinar um myndina og velgengni hennar. Marga grunar hinsvegar að ákvörðunina megi rekja til þess að myndin megi ekki skyggja á frumsýningar nýrra sögulegra kínverskra stórmynda, eins og mynd Feng Xiaogang Back to 1942 og mynd Lu Chuan The Last Supper, en þær verða báðar frumsýndar nú í nóvember.

Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem ríkisákvarðanir eru teknar til að vernda kínverskar myndir. Síðasta sumar ákváðu stjórnvöld til dæmis að júlí mánuður skyldi verða „Vernda innlendar kvikmyndir – mánuður“, sem leiddi til þess að öllum erlendum stórmyndum var ýtt útaf borðinu, og Kínverjar gátu bara séð kínverskar myndir, eins og til dæmis ævintýraspennumyndina Painted Skin: resurrection, en hún þénaði jafnvirði 112,4 milljóna Bandaríkjadala.

Útaf þessari nýju stefnu þá voru bandarísku stórmyndirnar The Amazing Spider-Man og The Dark Knight Rises, sem frumsýndar voru í júlí, ekki frumsýndar fyrr en 27. ágúst í kína.