The Avengers: tökur hefjast og mynd af settinu!

Marvel gaf nú rétt í þessu frá sér fréttatilkynningu þess efnis að tökur séu hafnar á stórmyndinni The Avengers, sem og fyrstu mynd af tökustaðnum. Samkvæmt fréttatilkynningunni mun The Avengers halda áfram þeirri sögu sem Marvel hófu að segja í Iron Man, en loks blasir þvílík hætta við heimsbyggðinni að SHIELD hefur engra kosta völ en að safna saman þeim ofurhetjum sem við höfum fengið að fylgjast með undanfarið.

Leikarahópurinn er ekki af verri endanum, en eins og flestir vita núna munu þeir Robert Downey Jr., Chris Hemsworth og Chris Evans munu bregða sér aftur í hlutverk Iron Man, Thor og Captain America. Sömuleiðis snýr Scarlett Johansson aftur sem Black Widow úr Iron Man 2, með þeim Clark Gregg sem Agent Coulson og Samuel L. Jackson sem yfirmanni SHIELD, Nick Fury.

Mark Ruffalo bregður sér í gervi græna risans Hulk, og Jeremy Renner fer með hlutverk bogamannsins Hawkeye. Þeir Stellan Skarsgard og Tom Hiddleston, sem báðir fara með hlutverk í hinni væntanlegu Thor, snúa einnig aftur. Hér fyrir neðan má sjá fyrstu mynd af tökustaðnum, en nú má fólk fyrst fyrir alvöru byrja að verða spennt. Við hjá kvikmyndir.is munum að sjálfsögðu fylgjast vel með þróun mála hjá ofurhetjunum.