Pulp Fiction hús til sölu

Ef þú safnar munum tengdum frægum kvikmyndum, og það vill svo til að þig vanti húsnæði, í eftirsóttu hverfi, nálægt góðum skólum, þá er heppnin svo sannarlega með þér. Ekki einu sinni þá er þetta fína einbýlishús til sölu í Studio City í Kaliforníu í Bandaríkjunum, heldur vill svo skemmtilega til að þetta er húsið sem kom við sögu í hinni sígildu Quentin Tarantino mynd Pulp Fiction!

Húsið sem hér um ræðir var í eigu persónunnar Jimmy, sem Tarantino lék sjálfur, en þeir Jules, sem Samuel L. Jackson, og Vincent, sem John Travolta lék, fóru þangað eftir að hafa skotið höfuðið af Marvin, sem Phil LaMarr lék, inni í bílnum sem þeir voru í.

Húsið að innan er að sjálfsögðu ekkert líkt því sem það leit út í myndinni, en það kemur ekki að sök.

Verðið er hóflegt; 1,4 milljónir bandaríkjadala, eða um 140 milljónir íslenskra króna.

Til að rifja upp þá nota þeir Jules og Vincent húsið sem athvarf á meðan Mr. Wolf, sem Harvey Keitel leikur, hjálpar þeim að hreinsa til eftir slysaskotið í bílnum.  Þeir fá sér gott kaffi, hreinsa bílinn, og svo fara þeir í sturtu og klæða sig í ný föt.

Í lýsingu fasteignasölunnar The Agency er nákvæm lýsing á eigninni, og rætt um kvikmyndasögulegt gildi hennar, en þar er einnig lögð mikil áhersla á möguleikana til að nota lóðina til að endurbyggingar og framkvæmda.

Hér fyrir neðan má sjá topp 10 Tarantino lista frá kvikmyndavefsíðunni JoBlo: