Ritskoðaðar kvikmyndalínur

Sumar sjónvarpsstöðvar ritskoða kvikmyndir vegna þess að þær halda að þær ofbjóði velsæmisvitund almennings, eða af öðrum orsökum skaða ríkjandi viðhorf, stjórnarfar eða hagsmuni þar sem ritskoðun er á annað borð beitt, svo eru það sjónvarpsstöðvar sem vilja ekki að fólk heyri blótsyrði eða þurfi að horfa á bert hold. Á endanum er því farið í þá vinnu að breyta blótsyrðunum yfir í mun settlegra tal.

mf-ingsnakes

Í sumum tilvikum er ritskoðunin gengin það langt að það verður skoplegt í senn. Frægasta dæmið um ritskoðun á tali í kvikmyndum í sjónvarpi er mögulega þegar Samuel L. Jackson hefur fengið nóg af snákunum í spennumyndinni Snakes on a Plane og slettir þ.a.l. tvisvar fram einkunnarorði sínu „motherfucking“, sem breytist á endanum yfir í „monkey-fighting“ og „monday to friday“.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá fáránlegustu ummerki ritskoðunar á tali í sjónvarpi.