Nýtt í bíó – Rogue One: A Star Wars Story

Samfilm frumsýnir nýju Stjörnustríðsmyndina Rogue One: A Star Wars Story á föstudaginn næsta, þann 16. desember í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík,
Laugarásbíói, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói og Bíóhöllinni Akranesi

rogue-one-a-star-wars-movie

Í tilkynningu segir að Rogue One sé  sú mynd ársins sem kvikmyndaáhugafólk hafi beðið eftir af hvað mestum spenningi. Myndin gerist á milli kafla þrjú og fjögur í Star Wars-sögunni og segir frá því hvernig uppreisnarmenn komust yfir teikningarnar af Dauðastjörnunni.

„Rogue One verður frumsýnd á sama tíma í kvikmyndahúsum um allan heim og má búast við miklu lífi í tuskunum enda þarf ekki að hvetja Star Wars-aðdáendur til að fjölmenna. Allt í sambandi við þessa mynd lítur virkilega vel út, bæði kynningarefni og stiklur, og ekki skemmir fyrir að leikstjóri er hinn frumlegi Gareth Edwards sem sló í gegn með Monsters árið 2010 og gerði síðan Godzilla árið 2014. Handritshöfundarnir eru heldur ekki af verri endanum, annars vegar Chris Weitz (About a Boy, The Golden Compass, Cinderella) og hins vegar Tony Gilroy sem skrifaði m.a. Bourne-myndirnar, Dolores Claiborne, The Devil’s Advocate og Michael Clayton. Við hlökkum a.m.k. mikið til að sjá þessa mynd og grunar að hún eigi eftir að setja glænýtt gæðaviðmið fyrir þær Star Wars-hliðarsögur sem væntanlegar eru í bíó á komandi árum …,“ segir í frétt Samfilm.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Aðalhlutverk: Felicity Jones, Diego Luna, Alan Tudyk, Ben Mendelsohn, Forest Whitaker, Donnie Yen, Riz Ahmed, Mads Mikkelsen og Jimmy Smits.

Leikstjórn: Gareth Edwards

Sýningarstaðir:

Aldurstakmark: 12 ára

Cyan Magenta Yellow Black
Cyan Magenta Yellow Black

Áhugaverðir punktar til gamans:

-Eins og segir hér í innganginum fyrir ofan gerist Rogue One á undan þriðja kafla sögunnar, A New Hope sem var fyrsta Star Warsmyndin árið 1977, en einnig hefur verið upplýst að hún gerist fimm árum eftir atburðina í sjónvarpsþáttunum Star Wars Rebels.

-Um leið er Rogue One fyrsta myndin í svokallaðri Star Wars Anthology-seríu og segir sagan að næsta mynd muni fjalla um ævintýri Han Solo áður en hann gekk í lið með uppreisnarmönnum.

-Tónlistarhöfundur myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Michael Giacchino (Up, Lost-serían, Doctor Strange) og er þetta því fyrsta Star Wars-bíómyndin sem John Williams kemur ekki nærri.