Nýtt í bíó – Doctor Strange

Samfilm frumsýnir nýjustu Marvel myndina Doctor Strange á föstudaginn næsta, þann 28.október, í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíói, Selfossbíói og Ísafjarðarbíói.

Doctor Strange er fyrsta leikna bíómyndin um taugaskurðlækninn dr. Stephen Vincent Strange, eða Doctor Strange, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Marvel-teiknimyndasögunum árið 1963.

doctor-strange-mynd
Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að óhætt sé að segja að aðdáendur Marvel-sagnanna hafi beðið spenntir eftir þessari mynd en þar er saga Stephens rakin frá upphafi, eða allt frá því að hann slasast svo illa á höndum í bílslysi að hann verður ófær um framkvæmd hinna nákvæmu skurðaðgerða sinna. Til að leita sér lækninga heldur hann út í heim og hittir að lokum „hinn forna“ (The Ancient One) sem kennir honum að nota hendurnar og hæfileika sína á alveg nýjan hátt svo úr verður hinn rammgöldrótti og svo gott sem ofurmannlegi Doctor Strange sem verndar upp frá því Jörðina fyrir svartagöldrum illra afla…

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Aðalhlutverk: Benedict Cumberbatch, Rachel McAdams, Mads Mikkelsen, Tilda Swinton, Chiwetel Ejiofor, Scott Adkins, Benedict Wong og Benjamin Bratt

Leikstjórn: Scott Derrickson

Aldurstakmark: 12 ára

doctor-strngeÁhugaverðir punktar til gamans: 

  • Eins og segir hér fyrir ofan kom Doctor Strange fyrst fram árið 1963 og þá sem ein af sögupersónunum í Marvel-myndasöguflokknum Strange Tales. Hann birtist síðan af og til í hinum ýmsu Marvel-sögum og vaxandi vinsældir hans leiddu til að árið 1974 varð hann aðalnúmerið í sínum eigin samnefndum blöðum, auk þess að verða hluti af Avengers-teyminu síðar meir.
  • Myndinni er leikstýrt af Scott Derrickson sem sló í gegn 2005 með hrollvekjunni The Exorcism of Emily Rose og fylgdi henni eftir með myndunum Sinister og Deliver Us from Evil. Doctor Strange gæti hæglega orðið ein vinsælasta mynd ársins.