Hlélausar bíósýningar í ljósi veirunnar

Sambíóin hafa gripið til ráðstafana vegna COVID-19, en eins og áður hefur verið greint frá munu kvikmyndahús á Íslandi ekki loka á meðan samkomubanni stendur. Þó verður eftir fremsta magni tekið tillit til öryggi bíógesta.

Í tilkynningu segja forsvarsmenn kvikmyndahúsa SAM að verði tveir metrar á milli fólks í sölum, þó undantekningar séu gerðar fyrir fólk sem mætir saman, hvort sem þar er átt við vinafólk, fjölskyldur, pör og svo framvegis. Jafnframt eru gestir hvattir til að kaupa miða á netinu frekar en í miðasölu bíóanna.

Það sem vekur annars vegar athygli er að allar sýningar í Sambíóunum Egilshöll verða hlélausar á næstu vikum.

Stikk: