Nýtt í bíó – Point Break!

Sambíóin frumsýna hasarmyndina Point Break í dag, miðvikudaginn 30.desember. Hér er á ferðinni endurgerð af samnefndri bíómynd þar sem búið er að færa hasaratriðin upp á æðra plan, eins og það er orðað í tilkynningu frá Sambíóunum.

point break

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Ungum alríkislögreglumanni, Johnny Utah, er fengið það verkefni að blanda sér í hóp ofurhuga sem undir forystu manns að nafni Bodhi eru grunaðir um að standa að baki fjölda fífldjarfra rána.

plakatPoint Break sækir eins og margir vita bæði heitið, persónurnar og innblásturinn í samnefnda mynd Kathryn Bigelow frá árinu 1991 þar sem þeir Keanu Reeves og Patrick Swayze léku Johnny Utah og Bodhi. Þrátt fyrir það er atburðarásin í þessari mynd ekki sú sama og í þeirri eldri auk þess sem hér var meiri áhersla lögð á gerð alveg stórkostlegra áhættuatriða sem óhætt er að lofa að fá áhorfendur til að grípa andann á lofti…

Aðalhlutverk:
Luke Bracey, Édgar Ramírez, Ray Winstone, Delroy Lindo og Teresa Palmer

Leikstjórn: Ericson Core

Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi og Króksbíó Sauðárkróki

Aldurstakmark: 12 ára

Fróðleiksmolar til gamans: 

– Það tók meira en ár að kvikmynda Point Break, en hún var tekin upp á nokkrum fegurstu stöðum heims í fimm löndum í þremur heimsálfum.

– Motocross-atriðin eru tekin upp í Caineville í Utah, eða Swingarm City eins og staðurinn er stundum kallaður, og er honum lýst sem motocrosshimnaríki enda allt þar til staðar sem gleður áhugafólk um íþróttina.

– Brimbrettaatriðin eru tekin upp við vesturströnd Frakklands og á Hawaii.

– „Wingsuit“-atriðin eru tekin upp í „skorunni“ (The Crack) í Sviss sem er einhver vinsælasti og flottasti wingsuit- og „BASE-jump“-staður í heimi.

– Fallhlífarstökksatriðin og hluti BASE-jump-atriðanna voru tekin upp yfir hinum tignarlegu Svöluhellum (Sótano de las Golondrinas) í Mexíkó og ofan í hellunum sjálfum sem eru allt að 370 metra djúpir.

– Snjóbrettaatriðin eru tekin upp á nokkrum stöðum í svissnesku Ölpunum.

– Klifuratriðin eru tekin upp við Englafoss (Salto Ángel) í Venesúela, en hann er hæsti foss í heimi, fellur heila 807 metra óhindrað og síðan aftur niður 172 metra, eða samtals 979 metra.

– Leikstjóri myndarinnar, Ericson Core er einnig kvikmyndatökumaður hennar, en hann á að baki eina mynd sem leikstjóri, Invincible, sem telst ein besta íþróttamynd ársins 2006. Sem kvikmyndatökumaður hefur Ericson gert margar myndir, þ. á m. fyrstu The Fast and the Furious-myndina.