Baron Cohen hættir við Mercury

mercury-cohen__130722210635-275x183Sacha Baron Cohen er hættur við að leika Freddie Mercury heitinn, söngvara bresku hljómsveitarinnar Queen, í ævisögulegri mynd sem gera átti um söngvarann, samkvæmt heimildum Deadline vefjarins.

Ástæðan er sögð vera sú að eftirlifandi meðlimir Queen vildu gera mynd við hæfi sem flestra, en Cohen vildi gera mynd sem væri grófari og myndi hafa R stimpilinn, sem þýðir að myndin yrði bönnuð börnum.

Sacha Baron Cohen og Freddie Mercury þykja mjög áþekkir útlits og því finnst mörgum það miður að ekki náist að gera þessa mynd með Cohen. Cohen hafði stungið upp á að Peter Morgan myndi skrifa handritið og að David Fincher og Tom Hooper myndu leikstýra. Queen var hinsvegar ekki sammála.