Viltu keppa um Örvarpann?

Þriðja tímabil Örvarpsins hefur göngu sína á RÚV haustið 2015, en Örvarpið er örmyndahátíð RÚV á netinu og vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist, eins og segir í tilkynningu.

Fimmtudaginn 1. september 2015 opnar fyrir umsóknir hér:

örvaræp

Fimmtudaginn 1. október verður fyrsta mynd Örvarpsins birt vefsvæði RÚV , en 10 myndir verða birtar í heildina vikulega út haustið. Opið er fyrir umsóknir út alla hátíðina, nánar tiltekið til fimmtudagsins 3. desember, en bent skal á að því fyrr sem mynd er send inn á hátíðina því meiri líkur eru á að hún komist inn.

Í tilkynningunni segir einnig að allar þær 10 myndir sem taka þátt í Örvarpinu haustið 2015 verði sýndar á örmyndahátíð Örvarpsins í Bíó Paradís í febrúar og munu keppa þar um Örvarpann.

„Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem eiga verk ofan í skúffu sem þarf að dusta rykið af, eru að framleiða örmyndir eða þætti, vilja gera nýjar tilraunir með hreyfimyndaformið, eða eru að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndalist, og vilja vera með á nýjum vettvangi.“

Hér fyrir neðan eru sýnishorn úr myndum sem keppt hafa um Örvarpann:

Örvarpið á RÚV 2015/16 from Örvarpið on Vimeo.

Dagskrá hátíðarinnar: 

1. september – opnar fyrir umsóknir
17. september – masterclass í boð Nýherja
1. október – fyrsta birting
3. desember – lokar fyrir umsóknir
Mars 2016 – örmyndahátíð Örvarpsins í Bíó Paradís