Rússneskur tónlistarmaður gerir myndband á Íslandi

Rússneski tónlistarmaðurinn Evgeny “Proxy” Pozharnov frumsýndi á dögunum tónlistarmyndband sem var myndað á Íslandi, nánar tiltekið í gamalli rafstöð í Elliðarárdal. Söguþráður myndbandsins er drungaleg framtíð fólks eftir alheimshelför. Proxy sérhæfir sig í elektrónískri tónlist og eru helstu áhrifavaldar hans The Prodigy.

Bandaríski leikstjórinn Yoonha Park var staddur hér á landi þegar hann fékk verkefnið í hendurnar og var ákveðið að gera myndbandið í rafstöðinni út frá því.

Yoonha Park hefur áður leikstýrt tónlistarmyndbandi á Íslandi fyrir Washed Out og þar hófst samstarf hans við Rebekku B. Björnsdóttur sem sá um framleiðsluna. Rebekka segir að rafstöðin hafi verið fullkominn tökustaður fyrir myndband af þessu tagi.

Íslendingar koma mikið við sögu við gerð myndbandsins, þ.á.m meðal sá Tómas Örn Tómasson um kvikmyndatöku og leikararnir eru allir íslenskir.

Með hlutverk fara: Walter Geir Grímsson, Sigurður Óli Gunnarsson, Úlfar Áki Arnarson , Ásrún Magnúsdóttir og Kara Hergils.

Hér má sjá myndbandið: