Nolan sveigir tíma og rúm í fyrstu Tenet stiklu og plakati

Fyrsta stikla og plakat er komið út fyrir næstu kvikmynd leikstjórans vinsæla Christoper Nolan, Tenet. Fyrir þá sem þekkja til verka leikstjórans þá má sjá skýr höfundareinkenni hans í stiklunni, eins og til dæmis tilhneiginguna til að sveigja tíma og rúm.

Fastur á teinunum.

Með aðalhlutverk í myndinni fara þau John David Washington, Elizabeth Debicki, Robert Pattinson, Aaron Taylor-Johnson, Kenneth Branagh, Clémence Poésy, Dimple Kapadia og Michael Caine. Tenet gerist í heimi alþjóðlegra njósna.

„Við vinnum útfrá njósnasjónarhorninu, en við erum að fara í ýmsar ólíkar áttir,“ sagði leikstjórinn nýlega við EW. „Við snertum á ýmsum greinum, vonandi á spennandi og ferskan hátt. Við [framleiðandinn] Emma Thompson höfum sett saman mikið af stórum sviðsmyndum í gegnum tíðina, en þetta er klárlega sú stærsta hvað varðar alþjóðasviðið. Við tókum myndina upp í sjö löndum, út um allt, með stórt leikaralið og stórar leikmyndir. Það er engin spurning, þetta er metnaðarfyllsta myndin sem við höfum gert.“

Um tökur myndarinnar sá kvikmyndatökumaðurinn Hoyte van Hoytema. Um klippingu sá Jennifer Lame (Hereditary, Manchester by the Sea) , en þetta er fyrsta samstarf þeirra Nolan. Um tónlistina sá Ludwig Göransson ( Black Panther ), þar sem tónskáldið Hans Zimmer var vant við látinn vegna annarrar kvikmyndar; Dune.

Tenet kemur í bíó 15. júlí 2020.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan og plakatið þar fyrir neðan: