Fimm uppáhalds hryllingsmyndir Slash

Í tilefni af hrekkjavökunni hefur gítarleikarinn Slash, sem spilaði í Laugardalshöll fyrir tæpu ári síðan, sett saman lista yfir fimm uppáhalds hryllingsmyndir sínar. night of the

Slash er mikill hryllingsmyndaaðdáandi og er eigandi fyrirtækisins Slasher Films sem gaf út sína fyrstu mynd, Nothing Left to Fear, árið 2013.

Það var tímaritið Rolling Stone sem fékk hann til að setja saman listann:

1. Night of the Living Dead (1968)

2. The Exorcist (1973)

3. The Omen (1976)

4. Rosemary´s Baby (1968)

5. The Thing (1982)