Star Wars leikstjóri réð sjálfan sig í hlutverk

garethLeikstjórinn Gareth Edwards segist hafa ráðið sjálfan sig í gestahlutverk í nýjustu mynd sína, Rogue One: A Star Wars Story, sem er fyrst þriggja nýrra hliðarmynda úr Star Wars seríunni.

Eins og með margt annað er snýr að Star Wars þá hefur Edwards verið þögull sem gröfin þegar kemur að því að upplýsa hvert hlutverkið er.

Hann sagði að mögulega myndi hann ekki sjást fyrr en í viðbótaefni á DVD spólunni, þegar hún kemur út.

Edwards er sjálfur eldheitur Star Wars aðdáaandi, og hefur sagt frá því að sem barn hafi hann horft á fyrstu 10 mínúturnar úr upprunalegu myndinni frá 1977: Star Wars: A New Hope, á hverjum degi áður en hann fór í skólann.

Rogue One gerist rétt áður en atburðir upprunalegu myndarinnar gerast, og sagt er að endir Rogue One og byrjun A New Hope tengist.

Rogue One: A Star Wars story segir frá því þegar uppreisnarmenn stela teikningum að Dauðastjörnunni.

Myndin kemur í bíó 16. desember.