Robocop í Bíó Paradís

Svartir Sunnudagar munu sýna hina klassísku kvikmynd Robocop frá árinu 1987 í Bíó Paradís þann 22. mars næstkomandi. Myndin verður sýnd kl 20:00 og er hægt að nálgast miða hér.

Þeir sem ekki þekkja til myndarinnar þá gerist hún í framtíðinni og fjallar um löggu sem lætur lífið í starfi sínu og er umbreytt í hálfan mann og hálft vélmenni til þess að berjast gegn glæpagengjum.

Þeir Hugleikur Dagsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) stofnuðu kult og klassík hópinn Svarta sunnudaga og hefur hópurinn skemmt landanum með mörgum skemmtilegum sýningum í Bíó Paradís.

Hér að neðan má sjá magnað plakat sem íslenski listamaðurinn Sigurður Eggertsson gerði fyrir sýninguna.

robo