Vél eða maður? – fyrsta stikla úr RoboCop

Upphaflega átti endurgerð framtíðartryllisins RoboCop að koma í bíó núna á haustmánuðum, en henni var frestað og verður frumsýnd snemma á næsta ári.

Fyrsta stiklan úr myndinni var að koma út, en með aðalhlutverk í myndinni fara Joel Kinnaman, Gary Oldman, Michael Keaton, Abbie Cornish, Jackie Earle Haley, Michael K. Williams, Jennifer Ehle, Jay Baruchel, Marianne Jean-Baptiste og Samuel L. Jackson.

robocop_2-620x260

Myndin er endurgerð á kvikmynd Paul Verhoven frá árinu 1987, en þá lék Peter Veller Vél-lögguna.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

RoboCop gerist árið 2028, en þá er hið fjölþjóðlega stórfyrirtæki OmniCorp stærsta fyrirtækið í hönnun vélmenna. Utan Bandaríkjanna hafa vélmenni fyrirtækisins verið notuð í hernaði í mörg ár og fyrirtækið hefur grætt á tá og fingri. Núna vill OmniCorp nýta tækni sína í heimalandinu, og sjá fullkomið tækifæri til að gera það. Þegar Alex Murphy, sem Kinnaman leikur, ástkær eiginmaður, faðir og góður lögregluþjónn – sem gerir ávallt sitt besta til að berjast gegn glæpum og spillingu í Detroit – slasast alvarlega í sprengingu, þá sér OmniCorp tækifæri til að hanna lögregluvélmenni sem er að hálfu maður og að hálfu vélmenni. OmniCorp sér fyrir sér RoboCop í hverri borg, og gæti skaffað þeim miklar viðbótar tekjur, en þeir reiknuðu ekki með einu: að það er ennþá maður inni í vélinni, sem leitar réttlætis.

robocop_1-620x256

 

RoboCop kemur í bíó 7. febrúar, 2014.

Stikk: