Irvin Kershner fellur frá

Samkvæmt frönsku fréttastofnuninni AFP er leikstjórinn Irvin Kershner fallinn frá. Kershner, sem var 87 ára, hafði lengi barist við sjúkdóminn sem dró hann loks til dauða.

Irvin Kershner fæddist árið 1923 í Philadelphia í Bandaríkjunum en hann byrjaði feril sinn á heimildarmyndum upp úr 1950. Hann varð heimsfrægur fyrir nákvæmlega 30 árum síðan þegar George Lucas valdi hann til að leikstýra The Empire Strikes Back, sem er enn þann dag í dag talin vera besta myndin í Star Wars seríunni víðfrægu. Kershner leikstýrði einnig myndum á borð við Never Say Never Again og Robocop 2.

– Bjarki Dagur