Wahlberg staðfestir Uncharted: Drake’s Fortune

Leikarinn Mark Wahlberg hefur nú staðfest að hann muni leika aðalhlutverkið í næstu mynd leikstjórans David O. Russell, en sú mynd verður byggð á tölvuleiknum Uncharted: Drake’s Fortune. MTV talaði við Wahlberg á dögunum um næstu mynd hans, The Fighter, sem Russell leikstýrði, og spurði hann út í sögusagnirnar sem fóru af stað í seinustu viku varðandi Uncharted.

„David er að skrifa handritið núna. Hann er með frábærar hugmyndir. Hann er líka að skrifa hlutverk handa Robert [De Niro] og Joe [Pesci], það verður klikkað. Robert mun leika föður minn og Joe frænda minn. Þetta verður æðislegt.“ sagði Wahlberg.

Uncharted: Drake’s Fortune er fyrsti leikurinn í seríu sem fjallar um fjársjóðsleitarann og kvennabósann Nathan Drake sem flakkar heimshorna á milli í leit að goðsagnakenndum verðmætum. Leikirnir hafa hlotið gríðarlegt lof og einna helst vegna hversu líkur kvikmyndum þeir eru. Lengi hefur staðið til að búa til kvikmynd um Nathan Drake en þessar fréttir hafa ekki gert aðdáendur leikjanna ánægða. Samkvæmt því sem staðfest hefur verið mun myndin verða allsvakalega ólík leikjunum, hvað varðar sögu og persónur.

– Bjarki Dagur

Wahlberg staðfestir Uncharted: Drake's Fortune

Leikarinn Mark Wahlberg hefur nú staðfest að hann muni leika aðalhlutverkið í næstu mynd leikstjórans David O. Russell, en sú mynd verður byggð á tölvuleiknum Uncharted: Drake’s Fortune. MTV talaði við Wahlberg á dögunum um næstu mynd hans, The Fighter, sem Russell leikstýrði, og spurði hann út í sögusagnirnar sem fóru af stað í seinustu viku varðandi Uncharted.

„David er að skrifa handritið núna. Hann er með frábærar hugmyndir. Hann er líka að skrifa hlutverk handa Robert [De Niro] og Joe [Pesci], það verður klikkað. Robert mun leika föður minn og Joe frænda minn. Þetta verður æðislegt.“ sagði Wahlberg.

Uncharted: Drake’s Fortune er fyrsti leikurinn í seríu sem fjallar um fjársjóðsleitarann og kvennabósann Nathan Drake sem flakkar heimshorna á milli í leit að goðsagnakenndum verðmætum. Leikirnir hafa hlotið gríðarlegt lof og einna helst vegna hversu líkur kvikmyndum þeir eru. Lengi hefur staðið til að búa til kvikmynd um Nathan Drake en þessar fréttir hafa ekki gert aðdáendur leikjanna ánægða. Samkvæmt því sem staðfest hefur verið mun myndin verða allsvakalega ólík leikjunum, hvað varðar sögu og persónur.

– Bjarki Dagur