Geimverur koma út úr fólki

Tökur á nýju Alien myndinni, Alien: Covenant, standa nú yfir í Ástralíu með Ridley Scott, leikstjóra fyrstu Alien myndarinnar, og forsögunnar Prometheus frá árinu 2012, sem leikstjóra.

alien

Þessi nýja mynd er forsaga gömlu Alien myndanna, rétt eins og Prometheus, og hefst nokkrum árum eftir atburðina í Prometheus, en með nýrri áhöfn að einum áhafnarmeðlim undanskildum, vélmenninu David, sem Michael Fassbender leikur.

Í nýju viðtali við Inquirer.net vefsíðuna segir Fassbender aðeins frá myndinni: „Það verða flottar sviðsmyndir og geimverur sem koma út úr fólki,“ segir hann í viðtalinu.

Í myndinni fylgjumst við með geimskipinu Covenant sem er á leiðinni til fjarlægrar plánetu. Þegar þangað er komið þá finna þau David einn og yfirgefinn, en einnig hinar ófrýnilegu Xenomorph geimverur. ( sjá mynd )

Predalien

„Þetta eru flottustu sviðsmyndir sem ég hef séð síðan í Prometheus, sem var upprunalega útgáfan. Þetta er frábær blanda af hátækni og frumstæðum hlutum. Eins og ég upplifi þetta – þá er þetta eins og Ridley Scott gerði Blade Runner.“

„Þú ert með þessa framtíðarveröld þar sem fólk borðar núðlur,“ bætir Fassbender við. „Af því að það virðist vera ódýr matur og eitthvað sem fyllir magann. En eitthvað sem vísar aftur í tímann líka. Fortíð og framtíð er vafið saman, og úr verður áhugaverður heimur, bæði kunnuglegur og sem við getum látið okkur dreyma um.“

Aðrir leikarar eru Katherine Waterston, Demian Bichir, Carmen Ejogo, Jussie Smollett, Amy Seimetz, Callie Hernandez og Danny McBride.

Myndin verður frumsýnd 4. ágúst 2017.