Ford elskar handritið að Blade Runner 2

Leikstjórinn Ridley Scott, sem á að baki myndir á borð við Alien og Blade Runner, var í viðtali við MTV ásamt leikurunum Christian Bale og Joel Edgerton vegna myndarinnar Exodus: Gods and Kings.

Scott var spurður út í framhaldið að Blade Runner og sagði hann að handritið væri tilbúið.

,,Ég sendi honum [Ford] handritið og hann sagði að þetta væri besta handrit sem hann hefði lesið,“. Leikstjórinn bætti þó við að Ford mun ekki fara með hlutverk í myndinni.

bladerunner

Blade Runner kom út árið 1982 og skartaði Harrison Ford í aðalhlutverkinu. Myndin er framtíðartryllir og fjallar um lögguna Deckard sem sérhæfir sig í því að útrýma eftirmyndum.

Scott ræddi einnig við MTV News um framhaldið að Prometheus og sagði hann að myndin muni fjalla um samband vélmennisins David (Michael Fassbend og Elizabeth Shaw (Noomi Rapace).

Hér að neðan má sjá viðtalið.