Bruce Willis búinn að fá nóg af hasar

Bandaríski leikarinn Bruce Willis segist vera komin með leið á því að leika í hasarmyndum, þrátt fyrir há laun sem hann fær fyrir að leika í þeim. Í nýju viðtali við spænska tímaritið XLS, er leikarinn spurður um álit á stórum hasarmyndum sem hann hefur leikið í.

Die-Hard-5-trailer-Bruce-Willis-Moscow-explodes-with-Beethoven

„Sprengingar er það leiðinlegasta sem ég vinn með, þegar þú hefur séð nokkrar stórar sprengingar, þá verður þetta ekki jafn spennandi eftir allt saman. Ég veit að hluti aðdáenda minna elskar spreningar, en til að vera hreinskilinn, þá er ég kominn með leið. Ég veit nákvæmlega hver ég er. Ég vinn við allskonar myndir, en hasarmyndirnar eru þær sem gefa mest af sér,“ sagði Willis við spænska tímaritið.

Willis var gagnrýndur harkalega af kollega sínum Sylvester Stallone um daginn, sem sagði hann vera gráðugan og latan. Stallone og Willis léku saman í fyrstu tveim The Expendables myndunum, en Willis mun ekki taka þátt í þeirri þriðju.

Willis er þessa dagana að kynna nýjustu kvikmynd sína RED 2.