Pattinson nýr Batman

Warner Bros. Pictures er sagt hafa samþykkt Twilight stjörnuna Robert Pattinson sem aðalleikara nýrrar seríu um Leðurblökumanninn, The Batman, en stefnt er að því að gera þrjár myndir. Mun Matt Reeves leikstýra þeirri fyrstu síðar á þessu ári. Frá þessu er sagt í The Wrap.

Pattinson hefur um tíma verið til skoðunar í hlutverkið, og er sá leikari sem Reeves sjálfur er hrifnastur af, en fólkið hjá Warner Bros. átti erfitt með að velja á milli Pattinson og X-Men leikarans Nicholas Holt.

Vegna umfangs verkefnisins, þá voru leikararnir fengnir í ítarlegar leikprufur áður en lokaákvörðun var tekin.

Á meðan frammistaða Hoult þótti tilkomumikil, þá hafði Pattinson betur á endanum. Lokasamningaviðræður standa nú yfir við leikarann, og stutt er í að opinber tilkynning verði gefin út, samkvæmt fréttinni.

Einnig segir að myndin fjalli um Bruce Wayne á mótunarárum Batman, og muni á engan hátt tengjast Batman myndunum sem Ben Affleck hefur leikið í, en Affleck hefur lýst því yfir að hann sé hættur að leika Batman.

Pattinson lék nýlega í High Life, Good Time, og Water for Elephants og sést næst í The Lighthouse og The King.

Helstu myndir Reeves eru síðustu tvær Apaplánetumyndirnar.

The Batman kemur í bíó 25. júní árið 2021.