Ben Affleck í pólitík?

Ben Affleck er ekki fyrsti leikarinn til að láta sig dreyma um feril í pólitík, fordæmin eru víða, hér á landi og erlendis.

Affleck var nýlega spurður um mögulegan feril í stjórnmálum í sjónvarpsþættinum Face the Nation, í samtali við Bob Schieffer.

„Í fyrsta lagi þá er Massachusetts ríki nú þegar með tvo frábæra þingmenn, þannig að það er ekkert laust pláss,“ sagði Affleck þegar Schieffer spurði hvort hann hefði hugsað um að bjóða sig fram ef sæti losnaði á Bandaríkjaþingi ef þingmaðurinn John Kerry yrði eftirmaður Hillary Clinton sem utanríkisráðherra. „En, maður veit aldrei,“ hélt Affleck áfram.  „Ég ætla ekki að fara í einhverjar getgátur. Ég ber mikla virðingu fyrir stjórnmálunum í þessu landi. Það skiptir miklu máli fyrir mig að koma hérna í þáttinn hjá þér …  en ég ætla ekki að fara í einhverjar vangaveltur um pólitíska framtíð mína.“

Ben Affleck útilokar sem sagt ekki neitt. Kannski eigum við eftir að sjá Affleck sem forseta Bandaríkjanna einn daginn, hver veit …