Verður Roseanne forseti í dag?

Í dag fara fram forsetakosningar í Bandaríkjunum, og það vill gleymast að það eru fleiri í framboði en bara Mitt Romney, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, og Barrack Obama, frambjóðandi Demókrataflokksins.

Gamanleikkonan Roseanne Barr er í framboði fyrir the Peace and Freedom Party, eða Friðar og frelsis flokkinn, undir slagorðinu The Only Serious Comedian Running For President, eða eini alvarlegi gamanleikarinn sem býður sig fram til forseta. Smellið hér til að skoða framboðssíðuna hennar, en hún segir að sér sé full alvara með framboði sínu, en ekki hvað ….

Rúmlega 17 þúsund manns hafa smellt Facebook like á síðuna hennar, en þar á meðal er ekki fyrrum eiginmaður hennar, gamanleikarinn Tom Arnold sem sagði fréttaveitunni TMZ að hann ætlaði ekki að kjósa Roseanne, heldur myndi hann merkja við Obama. „Ég kýs Obama, en í guðanna bænum látið Roseanne fá grasið sitt … hún er orðin 60 ára.“

Þar átti Arnold við eitt helsta stefnumál Roseanne sem er lögleiðing marijuana.