Grameðlan úr Toy Story er partýdýr

Næsta stuttmynd teiknimyndarisans Pixar Animation Studios ber nafnið Partysaurus Rex og skartar engum öðrum en tæpu grameðlunni úr Toy Story myndunum í aðalhlutverki. Pixar hafa ákveðið að birta fyrstu stillurnar úr myndinni og það er óhætt að segja að þær lofi góðu.

Stillurnar sýna grameðluna heima hjá Bonnie, sem var svo heppin að eignast hana í lok Toy Story 3 eins og flestir muna væntanlega eftir. Á einni stillunni sést Bonnie leika sér með eðluna í baði og á annarri stillu er grameðlan mætt á diskókúludjamm.

Djöfull elska ég þetta asnalega dýr. Partysaurus Rex verður frumsýnd á undan Finding Nemo 3D sem kemur í bíó 28.september næstkomandi.