Universal ræðir Pitch Perfect 2

Söngvamyndin Pitch Perfect var einn af óvæntu smellum ársins í bíómyndaheiminum, og það er því ekki skrýtið að menn séu farnir að huga að framhaldsmynd.

Myndin þénaði 80 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni en kostaði minna en 20 milljónir dala – ágætur gróði það!

Ein af stjörnum myndarinnar, Skylar Astin, sagði i samtali við Movieweb að Universal kvikmyndafyrirtækið sé þegar byrjað að ræða við aðalleikara myndarinnar um framhaldsmynd, þó ekki sé enn búið að skrifa undir neina samninga.

Sáuð þið fyrri myndina? Er ekki góð hugmynd að gera framhaldsmynd?