Mannætufiskar fá framhaldslíf

Þó að hryllings/spennumyndin Piranha 3D hafi ekki gengið vel í miðasölunni þegar hún var frumsýnd um síðustu helgi í Bandaríkjunum, þá eru framleiðendur nú þegar með framhald í smíðum. Myndin þénaði aðeins 10,1 milljón Bandaríkjadala um helgina og lenti í sjötta sæti. Myndin fékk hinsvegar góða dóma, fær til dæmis 81% jákvæða dóma á RottenTomatoes vefsíðunni, og það réttlætir framhald.
Piranha 3D fjallar um hóp af Piranha mannætufiskum sem ráðast á hóp manna sem eru að baða sig í stöðuvatni í Arizona. Blóðbað mikið hefst. Ving Rhames og Jerry O´Connell leika aðalhlutverkið í myndinni.