Beint í vinnu eftir meðferð

hoffmanÞað eru aðeins liðnar nokkrar vikur síðan leikarinn Philip Seymour Hoffmans skráði sig í meðferð vegna heróínfíknar sinnar og er henni nú lokið. Hoffman átti við eiturlyfjavandamál að stríða í fortíðinni en tókst að halda sér edrú í 23 ár þangað til á seinasta ári.

Hoffman ætlar sér ekki að hafa það rólegt eftir meðferðina og mun hann sjást á tökustað kvikmyndarinnar Child 44 ásamt Tom Hardy, Gary Oldman og Noomi Rapace innan skamms.

Myndin gerist á sjötta áratugnum og fjallar um mann sem rannsakar dularfullt morð á barni í Sóvétríkjunum. Morðið virðist tengjast yfirvöldum í Sóvetríkjunum og veldur það miklum usla þegar maðurinn fer að grenslast um hjá virtum mönnum ríkisins.

Ridley Scott er með puttanna í framleiðslunni og Richard Price sér um handritið. Price hefur m.a. skrifað þættina The Wire. Áætlað er að frumsýna myndina á næsta ári.