Hobbitinn í lengri kantinum?

Lengdin á  Hobbitanum í leikstjórn Peters Jackson heldur áfram að koma á óvart því nýjustu upplýsingar herma að sýningartími myndarinnar verði nánast þrír tímar, eða heilar 164 mínútur ef við eigum að vera nákvæm. Til samanburðar þá voru myndirnar í Hringadróttinssögu  178, 179, og 201 mínútna langar í bíó. Eins og þetta lítur út fyrir mér, þá er þetta bara mjög rökrétt; Hobbitinn verður löng en ekki jafn löng og Hringadróttinssaga, eins og bókin.

Margir eru enn að reyna átta sig á því hvernig Hobbitinn getur orðið að þríleik, þegar bókin er mun styttri en Hringadróttinssaga. Svarið við því er að Peter Jackson notar efni bæði úr Hobbitanum og Hringadróttinssögu. Jackson mun fjalla um bæði það sem gerist í Hobbitanum og einnig atburði sem einungis er minnst á í bókinni eða gerast í öðrum sögum Tolkien sem tengjast atburðum bókarinnar, en ekki verður þó tekið efni úr Silmarillion og Unfinished Tales þar sem Jackson og félagar eiga ekki kvikmyndaréttinn á þeim bókum. Einnig hafa margir bent á að stærsta viðbótin verði líklega sagan af baráttu Gandalfs í Mirkwood-skóginum.

Warner Bros. eru strax byrjaðir að undirbúa lengdu DVD/Blu-Ray útgáfunnar fyrir fyrstu myndina þó enn séu rúmir tveir mánuðir í frumsýninguna. Áætlað er að fyrsta lengda útgáfan rati á sölustaði seint á næsta ári.

Að lokum má bæta því við að fjórir nýir (og fjandi flottir) söluborðar fyrir myndina hafa nú verið kynntir. Einn þeirra má sjá hér fyrir ofan en hérna fyrir neðan er restin, og hún er alls ekki af verri endanum.

allt annað en nýjasta plakatið.