Douglas staðfestur í Ant-Man

michaeldouaglasBandaríski leikarinn Michael Douglas mun leika hlutverk í kvikmyndinni Ant-Man sem verður frumsýnd á næsta ári.

Douglas vann verðlaun fyrir leik sinn sem hinn samkynhneigði Liberace í sjónvarpskvikmyndinni Behind the Candelabra á Golden Globe verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Nýjasta hlutverk hans sem Hank Pym í Ant-Man er þverólíkt og verður spennandi að sjá Douglas leysa það af hólmi.

„Hank Pym hefur ríka sögu í heimi Marvel, við vissum að við þurftum hæfileikaríkan leikara til þess að fara með hlutverk af þessu tagi.“ sagði forseti Marvel Studios, Kevin Feige. „Það er mikill léttir að fá Michael Douglas í kvikmyndina og við erum mjög heppin að hafa hann með okkur. Við gætum ekki verið spenntari fyrir því að sjá hvernig hann fer með hlutverkið.“ bætir Feige við.

Ekki er nákvæmlega vitað hvar Hank Pym mun koma við sögu í kvikmyndinni. Því er þó haldið fram á nokkrum miðlum að hann verði skúrkurinn.

Í teiknimyndasögunum þá er Ant-Man hliðarsjálf Hank Pym, snjalls vísindamanns sem fann upp efni sem gerði honum kleift að breyta lögun sinni og eiga samskipti við skordýr. Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman-myndunum og I Love You Man mun leika Scott Lang, sem er einnig kenndur við Ant-Man.